Leikkonan Kristen Stewart hlaut Óskarstilnefningu fyrir túlkun sína á Díönu prinsessu í myndinni Spencer. Tilnefningin kom henni mjög mikið á óvart en leikkonan segir að hún hafi aldrei komist nálægt Óskarnum áður.
„Ég er mjög hissa og ótrúlega þakklát og bara agndofa,“ sagði Stewart á rauða dreglinum á Spirit verðlaununum á sunnudaginn á vef ET. „Ég elska þessa mynd.“
„Ég var að hitta leikstjóra Spencer [Pablo Larraín] í fyrsta sinn síðan við fréttum af tilnefningunni,“ sagði leikkonan. Bara það að sjá svipinn og bros leikstjórans gladdi Stewart ótrúlega mikið þar sem fólkið á bak við myndina lagði svo mikla vinnu í hana.
Stewart segist aldrei hafa komist nálægt því að hafa fengið tilnefningu. „Svo þessi upplifun, jafnvel án tilnefningarinnar hefði verið ótrúleg.“