Segist ekki hafa stolið laginu

Ed Sheeran.
Ed Sheeran. AFP

Breski tón­list­armaður­inn Ed Sheer­an seg­ist ekki fá lánaðar hug­mynd­ir frá öðrum tón­list­ar­mönn­um án leyf­is. Sheer­an kom fyr­ir dóm í Bretlandi í dag þar sem hann var sakaður um lagastuld í lag­inu Shape Of You árið 2017. 

Tón­list­ar­menn­irn­ir Sami Chokri og Ross O'Donog­hue saka Sheer­an um að hafa stolið viðlag­inu úr lagi þeirra Oh Why sem kom út und­ir lista­manns­nafn­inu Sami Swit­hch árið 2015. Þeir halda því fram að viðlagið Oh I úr lagi Sheer­an sé mjög líkt Oh Why í þeirra lagi.

Lögmaður tón­list­ar­mann­anna saka Sheer­an um að koma illa fram við tón­list­ar­menn sem eru ekki fræg­ir. Hann sak­ar Sheer­an um að fá lánaðar hug­mynd­ir og setja þær í lög­in sín. Lögmaður­inn seg­ir Sheer­an stund­um nefna höf­unda á nafn en stund­um ekki. 

Popp­stjarn­an var ekki sam­mála og sagðist oft til­greina nöfn á höf­undal­ist­an­um þrátt fyr­ir að höf­und­arn­ir væru ekki fræg­ir og nefndi nöfn máli sínu til stuðnings. Sheer­an seg­ist vinna í teymi með öðrum höf­und­um og því sé erfitt að greina á milli laga­hluta sem hann sem­ur með öðrum. 

Tón­list­armaður­inn Johnny McDaid samdi lagið Shape of You með hon­um og lýsti Sheer­an sam­starfi þeirra eins og tenn­is­leik. Hann seg­ist ekki geta sagt til um hver ná­kvæm­lega samdi viðlagið. „Í hrein­skilni sagt þá get ég ekki sagt þér það. Ég veit það ekki. Við sömd­um lagið sam­an,“ sagði Sheer­an í dómssal í dag. Er Sheer­an sagður hafa end­ur­tekið þessa setn­ingu nokkr­um sinn­um. 

Lagið Shape of You var mest selda lagið í heim­in­um árið 2017. Lagið samdi Sheer­an ásamt Steve Mac og Johnny McDaid úr Snow Patrol. Eft­ir að lagið kom út var bent á lík­indi þess og lags­ins No Scru­bs sem kom út árið 1999. Sheer­an bætti þar með við þrem­ur nýj­um höf­und­um við höf­undal­ist­ann. 

BBC.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka