Segist ekki hafa stolið laginu

Ed Sheeran.
Ed Sheeran. AFP

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran segist ekki fá lánaðar hugmyndir frá öðrum tónlistarmönnum án leyfis. Sheeran kom fyrir dóm í Bretlandi í dag þar sem hann var sakaður um lagastuld í laginu Shape Of You árið 2017. 

Tónlistarmennirnir Sami Chokri og Ross O'Donoghue saka Sheeran um að hafa stolið viðlaginu úr lagi þeirra Oh Why sem kom út undir listamannsnafninu Sami Swithch árið 2015. Þeir halda því fram að viðlagið Oh I úr lagi Sheeran sé mjög líkt Oh Why í þeirra lagi.

Lögmaður tónlistarmannanna saka Sheeran um að koma illa fram við tónlistarmenn sem eru ekki frægir. Hann sakar Sheeran um að fá lánaðar hugmyndir og setja þær í lögin sín. Lögmaðurinn segir Sheeran stundum nefna höfunda á nafn en stundum ekki. 

Poppstjarnan var ekki sammála og sagðist oft tilgreina nöfn á höfundalistanum þrátt fyrir að höfundarnir væru ekki frægir og nefndi nöfn máli sínu til stuðnings. Sheeran segist vinna í teymi með öðrum höfundum og því sé erfitt að greina á milli lagahluta sem hann semur með öðrum. 

Tónlistarmaðurinn Johnny McDaid samdi lagið Shape of You með honum og lýsti Sheeran samstarfi þeirra eins og tennisleik. Hann segist ekki geta sagt til um hver nákvæmlega samdi viðlagið. „Í hreinskilni sagt þá get ég ekki sagt þér það. Ég veit það ekki. Við sömdum lagið saman,“ sagði Sheeran í dómssal í dag. Er Sheeran sagður hafa endurtekið þessa setningu nokkrum sinnum. 

Lagið Shape of You var mest selda lagið í heiminum árið 2017. Lagið samdi Sheeran ásamt Steve Mac og Johnny McDaid úr Snow Patrol. Eftir að lagið kom út var bent á líkindi þess og lagsins No Scrubs sem kom út árið 1999. Sheeran bætti þar með við þremur nýjum höfundum við höfundalistann. 

BBC.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup