Eliza Reid forsetafrú Íslands var á meðal gesta í boði hjá Kamillu hertogaynju af Cornwall á þriðjudag í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Boðið var haldið í á heimili hertogaynjunnar og Karls Bretaprins, Clarence House í Lundúnum.
Forsetafrúin er stödd í Lundúnum um þessar mundir og var meðal annars heiðursgestur í sendiráði Kanada í gær þar sem hún hélt ræðu. Hún mun svo taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu kvenna, Women of the World (WOW), sem fer fram í borginni um helgina.
Kamilla er forseti WOW en samtökin halda árlega hátíð þar sem raddir kvenna um allan heim fá að heyrast.