Eliza Reid í boði hjá Kamillu

Eliza Reid var á meðal boðsgesta á heimili Kamillu hertogaynju …
Eliza Reid var á meðal boðsgesta á heimili Kamillu hertogaynju af Cornwall í vikunni. Samsett mynd

Eliza Reid forsetafrú Íslands var á meðal gesta í boði hjá Kamillu hertogaynju af Cornwall á þriðjudag í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Boðið var haldið í á heimili hertogaynjunnar og Karls Bretaprins, Clarence House í Lundúnum.

Forsetafrúin er stödd í Lundúnum um þessar mundir og var meðal annars heiðursgestur í sendiráði Kanada í gær þar sem hún hélt ræðu. Hún mun svo taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu kvenna, Women of the World (WOW), sem fer fram í borginni um helgina. 

Kamilla er forseti WOW en samtökin halda árlega hátíð þar sem raddir kvenna um allan heim fá að heyrast. 

Kamilla hertogaynja ásamt konunum sem heimsóttu hana á þriðjudag. Elizu …
Kamilla hertogaynja ásamt konunum sem heimsóttu hana á þriðjudag. Elizu Reid má sjá til vinstri á myndinni, á bak við leikkonuna Emerald Fennell, sem fór einmitt með hlutverk Kamillu í þáttunum The Crown. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup