Nauðgunarkæran ekki felld niður

Frávísun nauðgunarmáls gegn franska leikaranum Gerard Depardieu var hafnað í …
Frávísun nauðgunarmáls gegn franska leikaranum Gerard Depardieu var hafnað í rétti dag. AFP

Beiðni franska leikarans, Gerard Depardieu, um að fella niður nauðgunarkæru gegn honum var hafnað af frönskum dómstól í dag.

Þetta var haft eftir saksóknara málsins, Remy Heitz. Leikarinn var ákærður fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn ungri franskri leikkonu, Charlotte Arnoud, á heimili sínu í París 2018. Leikarinn hefur neitað allri sök í málinu.

Í tilkynningu frá sækjendum málsins segir að það séu „alvarleg og staðfest sönnunargögn“ sem réttlæti kæruna á hendur leikaranum og mun haldið áfram að undirbúa málið fyrir réttarhöld.

Kærður í desember 2020

Charlotte Arnoud, sem var viðstödd í réttarsalnum í dag, vildi ekki tjá sig um málið, en lögfræðingur hennar, Carine Durrieu-Diebolt sagði í samtali við AFP að skjólstæðingi hennar væri létt. Lögfræðingur Gerard Depardieu, Herve Teminme, tjáði sig ekki um málið.

Leikarinn var kærður í desember 2020 og var fylgst með honum, en hann ekki fangelsaður. Hann varð frægur fyrir hlutverk í kvikmyndum eins og The Last Metro, Police og Cyrano de Bergerac áður en hann öðlaðist frægð í Hollywood með myndinni Green Card. Síðar hefur hann leikið í Hamlet útgáfu Kenneth Branagh, í Life of Pi og í Netflix seríunni Marseille svo eitthvað sé nefnt.

Árið 2013 vakti hann mikla athygli í heimalandinu þegar hann tók upp rússneskt þjóðfang til að mótmæla hækkun hátekjuskatts í Frakklandi. Depardieu, sem er vinur Vladimír Pútín Rússlandsforseta, tjáði sig í síðustu viku um stríðið sem hann sagðist ekki styðja og hvatti til friðarviðræðna. „Ég er á móti þessu bræðrastríði og segi: Hættið að berjast og semjið.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka