Nauðgunarkæran ekki felld niður

Frávísun nauðgunarmáls gegn franska leikaranum Gerard Depardieu var hafnað í …
Frávísun nauðgunarmáls gegn franska leikaranum Gerard Depardieu var hafnað í rétti dag. AFP

Beiðni franska leikarans, Gerard Depardieu, um að fella niður nauðgunarkæru gegn honum var hafnað af frönskum dómstól í dag.

Þetta var haft eftir saksóknara málsins, Remy Heitz. Leikarinn var ákærður fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn ungri franskri leikkonu, Charlotte Arnoud, á heimili sínu í París 2018. Leikarinn hefur neitað allri sök í málinu.

Í tilkynningu frá sækjendum málsins segir að það séu „alvarleg og staðfest sönnunargögn“ sem réttlæti kæruna á hendur leikaranum og mun haldið áfram að undirbúa málið fyrir réttarhöld.

Kærður í desember 2020

Charlotte Arnoud, sem var viðstödd í réttarsalnum í dag, vildi ekki tjá sig um málið, en lögfræðingur hennar, Carine Durrieu-Diebolt sagði í samtali við AFP að skjólstæðingi hennar væri létt. Lögfræðingur Gerard Depardieu, Herve Teminme, tjáði sig ekki um málið.

Leikarinn var kærður í desember 2020 og var fylgst með honum, en hann ekki fangelsaður. Hann varð frægur fyrir hlutverk í kvikmyndum eins og The Last Metro, Police og Cyrano de Bergerac áður en hann öðlaðist frægð í Hollywood með myndinni Green Card. Síðar hefur hann leikið í Hamlet útgáfu Kenneth Branagh, í Life of Pi og í Netflix seríunni Marseille svo eitthvað sé nefnt.

Árið 2013 vakti hann mikla athygli í heimalandinu þegar hann tók upp rússneskt þjóðfang til að mótmæla hækkun hátekjuskatts í Frakklandi. Depardieu, sem er vinur Vladimír Pútín Rússlandsforseta, tjáði sig í síðustu viku um stríðið sem hann sagðist ekki styðja og hvatti til friðarviðræðna. „Ég er á móti þessu bræðrastríði og segi: Hættið að berjast og semjið.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir