Björg baðst afsökunar á ummælum um Kötlu

Katla (fyrir miðri mynd) í Söngvakeppninni.
Katla (fyrir miðri mynd) í Söngvakeppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björg Magnúsdóttir, kynnir í Söngvakeppni sjónvarpsins, baðst afsökunar á ummælum um söngkonuna Kötlu sem hún lét falla í beinni útsendingu fyrr í kvöld. 

Fyrir flutning Kötlu talaði söngkonan um föður sinn sem lést árið 2018, en Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föður síns sem hún bar í kvöld. Sagði Björg þá að Katla væri með hálsmenið til að fá fleiri atkvæði; „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“

Kynnar Söngvakeppni sjónvarpsins. Björg Magnúsdóttir er lengst til hægri ásamt …
Kynnar Söngvakeppni sjónvarpsins. Björg Magnúsdóttir er lengst til hægri ásamt Jóni Jónssyni og Ragnhildi Steinunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Notendur Twitter voru ekki ánægðir með sjónvarpskonuna líkt og sjá má hér að neðan. Björg bað Kötlu síðan afsökunar á ummælunum sem hún sagði hafa verið óviðeigandi. 





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup