Björg Magnúsdóttir, kynnir í Söngvakeppni sjónvarpsins, baðst afsökunar á ummælum um söngkonuna Kötlu sem hún lét falla í beinni útsendingu fyrr í kvöld.
Fyrir flutning Kötlu talaði söngkonan um föður sinn sem lést árið 2018, en Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föður síns sem hún bar í kvöld. Sagði Björg þá að Katla væri með hálsmenið til að fá fleiri atkvæði; „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“
Notendur Twitter voru ekki ánægðir með sjónvarpskonuna líkt og sjá má hér að neðan. Björg bað Kötlu síðan afsökunar á ummælunum sem hún sagði hafa verið óviðeigandi.
„hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta“ - þetta er einn ósmekklegasti brandari sem ég hef heyrt. #12stig
— Torfi Geir Simonarson (@TorfiGeir) March 12, 2022
Vá hvað þetta var óviðeigandi komment hjá Björgu við Kötlu:( #12stig
— eva k (@danielsd_eva) March 12, 2022
Sagði kynnirinn bara í ALVÖRU við Kötlu "Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta"?!!! Þetta er eitt það ljótasta sem ég hef séð og heyrt í Söngvakeppninni! #12stig
— Alma Rut (@almarutkr) March 12, 2022
Skammastu þín Björg, að Katla ætli að næla sér í atkvæði út á látinn föður sinn. Svona segir maður ekki. #12stig
— DisaBirgis (@Disa_Birgis) March 12, 2022