Björg baðst afsökunar á ummælum um Kötlu

Katla (fyrir miðri mynd) í Söngvakeppninni.
Katla (fyrir miðri mynd) í Söngvakeppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björg Magnúsdóttir, kynnir í Söngvakeppni sjónvarpsins, baðst afsökunar á ummælum um söngkonuna Kötlu sem hún lét falla í beinni útsendingu fyrr í kvöld. 

Fyrir flutning Kötlu talaði söngkonan um föður sinn sem lést árið 2018, en Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föður síns sem hún bar í kvöld. Sagði Björg þá að Katla væri með hálsmenið til að fá fleiri atkvæði; „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“

Kynnar Söngvakeppni sjónvarpsins. Björg Magnúsdóttir er lengst til hægri ásamt …
Kynnar Söngvakeppni sjónvarpsins. Björg Magnúsdóttir er lengst til hægri ásamt Jóni Jónssyni og Ragnhildi Steinunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Notendur Twitter voru ekki ánægðir með sjónvarpskonuna líkt og sjá má hér að neðan. Björg bað Kötlu síðan afsökunar á ummælunum sem hún sagði hafa verið óviðeigandi. 





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir