Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal áhorfenda í úrslitum Söngvakeppninnar í gærkvöldi og fylgdist með því þegar systratríóið Sigga, Beta og Elín bar sigur úr býtum.
Að lokinni afhendingu sigurlaunanna smellti ljósmyndari mbl.is mynd af honum ásamt sigurreifum systrunum, foreldrum þeirra Eyþóri Gunnarssyni og Ellen Kristjánsdóttur og höfundi lagsins, Lay Low.
Systurnar, sem keppa í úrslitum Eurovision í Tórínó í maí, höfðu betur í símakosningu eftir úrslitaeinvígið, en auk systranna komust Reykjavíkurdætur áfram.
Þau fimm atriði sem kepptu til úrslita voru auk Reykjavíkurdætra og Siggu, Betu og Elínar söngkonan Katla, söngvarinn Stefán Óli og dúóið Amarosis.