Hitnar í kolunum hjá Hill á Havaí

Jonah Hill og Sarah Brady eru yfir sig ástfangin.
Jonah Hill og Sarah Brady eru yfir sig ástfangin. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Jonah Hill hefur sett íbúð sína á Manhattan í Bandaríkjunum á sölu. Ástæðan er sögð sú að Hill er yfir sig ástfanginn af Söruh Brady, og hafa þau varið öllum sínum stundum á eyjunni Kauai á Havaí. 

Um er að ræða glæsilega íbúð í ekta New York-loftstíl á besta stað í borginni, Noho hverfinu. Íbúðin er 185 fermetrar og vill Hill fá 11 milljónir bandaríkjadala fyrir hana, sem er um 1,83 milljónum meira en hann keypti hana á árið 2015.

Hill og Brady hafa verið í sambandi síðan í ágúst á síðasta ári. Hafa þau birt fjölda mynda af sér á Instagram undanfarna mánuði og virðast þau mjög ástfangin. 

View this post on Instagram

A post shared by Sarah Brady (@sarahhbrady)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir