Að hitta umdeildan uppljóstrara

Chelsea Manning og Grimes eru sagðar búa saman í Houston …
Chelsea Manning og Grimes eru sagðar búa saman í Houston í Texas. Samsett mynd

Tónlistarkonan Grimes er sögð vera að hitta uppljóstarann Chelsea Manning. Grimes og Manning byrjuðu að hittast eftir að Grimes sleit sambandi sínu í annað sinn við auðkýfinginn Elon Musk. 

Samkvæmt heimildum Page Six er alvara farin að færast í sambandið hjá Grimes og Manning en þær hafa búið saman í Houston í Texas í Bandaríkjunum í undanförnum vikum. Manning á þó enn íbúð í Brooklyn í New York. 

Hvorki talsmenn Grimes né Manning hafa tjáð sig um sambandið.

Grimes og Musk eignuðust sitt annað barn, dótturina Y, í desember en staðgöngumóðir gekk með barnið. Fyrir eiga þau soninn X saman. Þau slitu sambandi sínu á meðgöngunni en tóku aftur saman í stuttan tíma eftir fæðingu dóttur sinnar. Eftir að stórt viðtal birtist við Grimes í síðustu viku tók hún fram að þau hefðu hætt aftur saman eftir að viðtalið birtist, en hún lýsti sambandsstöðu þeirra sem fljótandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar