Anna „Delvey“ Sorokin framseld

Anna Sorokin í réttarsal árið 2019. Hún hefur nú verið …
Anna Sorokin í réttarsal árið 2019. Hún hefur nú verið framseld. TIMOTHY A. CLARY / AFP

Svindlarinn Anna „Delvey“ Sorokin sem margir þekkja úr hinum vinsælu þáttum Inventing Anna á Netflix hefur verið framseld til Þýskalands að því er fram kemur í bandarískum miðlum. Sorokin hlaut dóm árið 2019 fyrir að hafa fé af hótelum, bönkum og vinum. 

Hin 31 árs gamla Sorokin sem er rússnesk en flutti til sem barn til Þýskalands með fjölskyldu sinni breytti eftirnafni sínu í Delvey. Í Bandaríkjunum þóttist hún vera ríkur erfingi og heillaði elítuna í New York á árunum 2016 og 2017. Sannleikurinn er hins vegar sá að hún er dóttir bílstjóra frá Moskvu. 

Sorokin átti flug til Frankfurt á mánudaginn að sögn heimildarmanna New York Post. 

Svikahrappurinn hlaut fjög­urra til 12 ára óskil­orðsbund­inn dóm fyr­ir svik, þjófnað og sitt­hvað fleira árið 2019 en þá hafði hún setið í varðhaldi frá því hún var tek­in hönd­um síðla árs 2017. Hún var látin laus í febrúar 2021 en var handtekin aðeins mánuði seinna fyrir að vera ekki með landvistarleyfi. Talsmaður Innflytjenda- og tollgæslu Bandaríkjanna sagði AFP á mánudaginn að Sorokin væri í haldi þangað til hún færi úr landi. 

Julia Garner í hlutverki svikahrappsins Önnu Sorokin/Delvey.
Julia Garner í hlutverki svikahrappsins Önnu Sorokin/Delvey.

Á árunum 2016 og 2017 ferðaðist Sorokin undir nafninu Delvey frítt í einkaþotu og bjó á lúxushótelum á Manhattan án þess að borga. Saga hennar er sögð í leiknum þáttum á Neflix sem heita Inventing Anna. Það er sjónvarpsþáttaframleiðandinn Shonda Rhimes sem er konan á bak við þættina og fer leikkonan Julia Garner með hlutverk Sorokin. Sorokin er sögð hafa fengið 320 þúsund Bandaríkjadali fyrir þættina frá Netflix. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lítur alltaf á björtu hliðarnar og það virkar vel. Losaðu þig við gamalt dót, þér líður svo miklu betur á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lítur alltaf á björtu hliðarnar og það virkar vel. Losaðu þig við gamalt dót, þér líður svo miklu betur á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Colleen Hoover