Rússneskir áhrifavaldar gráta lokun Instagram

Valeria Chekalina, Olga Buzova og Liza Lukasheva kveðja fylgjendur sína …
Valeria Chekalina, Olga Buzova og Liza Lukasheva kveðja fylgjendur sína á Instagram með tár á hvarmi. Samsett mynd

Það var tár á hvarmi vinsælustu áhrifavalda Rússlands í síðustu myndböndum þeirra á samfélagsmiðlinum Instagram rétt áður en lokað var á samfélagsmiðilinn þar í landi. Lokað var á Instagram í gær, mánudag. 

Rússneska fjölmiðlaeftirlitið ákvað að loka á samfélagsmiðlinn eftir að rússnesk yfirvöld tilkynntu að þau hygðust höfða mál gegn Meta, móðurfyrirtæki samfélagsmiðlanna Facebook og Instagram. Segja stjórnvöld að Instagram heimilaði ákall um ofbeldi gegn Rússum á sínum miðli.

Lokun Instagram í Rússlandi hefur mikil áhrif á áhrifavalda þar í landi sem margir hafa lifibrauð sitt af því að skapa efni fyrir miðilinn. 

„Ég er ekki hrædd við að viðurkenna að ég vil ekki missa ykkur,“ sagði áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Olga Buzova í sínu síðasta myndbandi. Hún er með 23,3 milljónir fylgjenda á Instagram. 

„Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég veit það ekki. Ég deili bara lífinu mínu, vinnunni minni, sálinni minni. Ég gerði þetta ekki af því þetta er bara vinnan mín, þetta er hluti af sál minni. Mér líður eins það sé verið að taka hluta hjarta míns, og líf mitt frá mér,“ sagði Buzova. 

Áhrifavaldarnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að gráta yfir lokun Instagram, á sama tíma og úkraínska þjóðin býr við stríðsástand. Myndbandi af ónafngreindum, grátandi rússneskum áhrifavaldi fór í mikla dreifingu á Twitter um helgina. „Úkraínumenn borga með lífi sínu, á meðan Rússar héldu að þeir þyrftu ekki að borga neitt?“ skrifaði einn. 

Þrátt fyrir gagnrýni hafa rússnesku áhrifavaldarnir ekki leynt tilfinningum sínum. Áhrifavaldurinn Valeria Chekalina, sem er með um 10,5 milljónir fylgjenda á Instagram, deildi deildi lyndistákni af grátandi broskarli og áhrifavaldurinn Liza Lukasheva kvaddi fylgjendur sína með myndbandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Áhyggjur naga þig og það truflar þig. Þú hefur náð langt í sjálfsræktinni, haltu áfram á þeirri braut.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Áhyggjur naga þig og það truflar þig. Þú hefur náð langt í sjálfsræktinni, haltu áfram á þeirri braut.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir