BBC greiðir aðstoðarmanni Díönu prinsessu háa upphæð

BBC hefur greitt fyrrverandi aðstoðarmanni Díönu prinsessu háa upphæð vegna …
BBC hefur greitt fyrrverandi aðstoðarmanni Díönu prinsessu háa upphæð vegna viðtalsins sem Martin Bashir tók við Díönu árið 1995. AFP

Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá því í dag að fjölmiðillinn hefði greitt fyrrverandi ritara Díönu prinsessu háa upphæð og beðist afsökunar á viðtali sem sjónvarpsmaðurinn Martin Bashir tók við prinsessuna árið 1995. 

Sjálfstæð rannsókn dómarans John Dyson, sem kom út á síðasta ári, leiddi í ljós að Bashir hefði platað bróður prinsessunnar til að hjálpa við að skipuleggja viðtalið. Viðtalið vakti mikla athygli á sínum tíma

Í tilkynningu frá BBC segir að náðst hafi samkomulag við Patrick Jephson, en hann var aðstoðarmaður hennar frá 1988 til 1996. 

„BBC er meðvitað um og viðurkennir að Jephson varð fyrir miklum skaða vegna viðtalsins og hvernig að því var staðið.“

Karl Bretaprins og Díana prinsessa árið 1988.
Karl Bretaprins og Díana prinsessa árið 1988. AFP

Dyson komst að því í rannsókn sinni að Bashir hefði látið falsa greiðslur í banka og gaf í skyn að einhver náinn aðstoðarmaður Díönu væri greitt fyrir að fylgjast með henni og segja konungsfjölskyldunni frá einkalífi hennar. Hann sýndi Charles Spencer, bróður Díönu, fölsuðu kvittanirnar. 

Í kjölfarið tókst Bashir að landa viðtalinu við Díönu og viðurkenndi hún meðal annars að hún hefði átt í leynilegu ástarsambandi við James Jewett og tjáði sig opinskátt um hjónaband sitt við Karl Bretaprins. 

„Við vor­um þrjú í þessu hjóna­bandi, svo það var full fjöll­mennt,“ sagði Díana meðal annars en á sínum tíma horfðu um 23 milljónir manns í Bretlandi á viðtalið. 

BBC hefur áður beðist afsökunar á viðtalinu og náð sáttum við teiknara sem sá um að falsa kvittanirnar fyrir Bashir. 

Bashir, sem er í dag 59 ára, var lítt þekktur blaðamaður á þeim tíma er hann tók viðtalið. Stjarna hann reis á einu kvöldi og hefur hann notið farsæls ferils í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Á síðasta ári, nokkrum klukkustundum áður en skýrsla Dysons átti að koma út, fór hann í veikindaleyfi og hefur ekki snúið aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson