Vonar að ástin deyi

Ana De Armas varð ástfangin.
Ana De Armas varð ástfangin. AFP

„Þegar maður er að gera mynd og leikararnir verða ástfangnir þá leggst maður bara á bæn og vonar að upp úr slitni áður en tökum lýkur,“ segir bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Adrian Lyne í samtali við breska blaðið The Independent en aðalleikararnir í nýjustu mynd hans, Ben Affleck og Ana De Armas, fóru að rugla saman reytum meðan á gerð myndarinnar stóð.

Hann viðurkennir þó að neistaflugið á milli Affleck og De Armas hafi komið sér vel enda er myndin, Deep Water, erótískur sálfræðitryllir, rétt eins og frægasta mynd Lynes, Fatal Attraction. Sambandi leikaranna tveggja er lokið í dag og víst litlir kærleikar með þeim. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup