Stórleikarinn Samuel L. Jackson hefur verið kvæntur eiginkonu sinni, leikkonunni LaTanya Richardson Jackson, í 41 ár. Hjónbönd í Hollywood endast yfirleitt ekki lengi og hvað þá í yfir fjóra áratugi.
Hjónin kynntust í háskóla og eiga saman eina dóttur sem er 39 ára gömul. „Í upphafi sögðum við að það byltingarkenndasta sem við gætum gert væri að vera saman, ala upp barn saman með föður og móður þar sem allir þykjast halda að það sé ekki fjölskyldudýnamík sem einkennir svartar fjölskyldur. Börnin séu bara alin upp af mæðrum sem við vitum að er ekki rétt,“ sagði Richardson Jackson í viðtali við People. Hún segir að þess vegna hafi það verið enn mikilvægara fyrir þau að vera vinna í sambandinu. Þau þyrftu bara að takast á við vandamálin saman.
Hjónabandið hefur ekki alltaf verið auðvelt og sérstaklega ekki þegar leikarinn varð háður fíkniefnum og var ekki til staðar andlega. Það var eiginkona hans sem hjálpaði honum að fara í meðferð og Jackson hefur verið í bata í 30 ár. „Hún gaf mér tækifæri til þess að verða maðurinn sem ég átti að vera,“ segir Jackson. Þegar hann kom úr meðferð fór ferillinn á flug.