Ekki boðið á Óskarinn

Rachel Zegler fékk ekki boð á Óskarsverðlaunahátíðina.
Rachel Zegler fékk ekki boð á Óskarsverðlaunahátíðina. AFP

Þrátt fyrir að fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni West Side Story er leikkonan Rachel Zegler ekki búin að fá boðskort á Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram sunnudaginn 27. mars. Zegler segist hafa reynt að fá boð á hátíðina en ekki fengið. 

Zegler birti mynd af sér á Instagram um helgina og sagði einn aðdáanda hennar að hann gæti ekki beðið eftir að sjá hverju hún myndi klæðast á hátíðinni. „Ég veit ekki, ég er búin að reyna, en þetta virðist ekki vera hægt,“ sagði hin tvítuga leikkona í athugasemd undir myndinni.

Zegler fer með hlutverk Mariu Vaquez í West Side Story og vann Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni. West Side Story er tilnefnd í sjö flokkum en henni er leikstýrt af Steven Spielberg. Zegler sjálf er ekki tilnefnd í flokki leikkonu í aðalhlutverki en öll þau sem eru tilnefnd fá sjálfkrafa boð á hátíðina.

„Ég mun halda með West Side Story heima hjá mér og vera stolt af vinnuframlagi okkar fyrir þremur árum. Ég vona að það verði kraftaverk á síðustu stundu og ég geti fagnað myndinni okkar í eigin persónu, en hey, svona er þetta stundum,“ sagði Zegler og sagðist vera vonsvikin. 

Framleiðslufyrirtæki kvikmynda fá ákveðinn fjölda miða á verðlaunahátíðir á borð við Óskarsverðlaunin. 20th Century Studios framleiðir kvikmyndina, en fyrirtækið er í eigu Disney. Það hefði því átt að koma í hlut Disney að bjóða Zegler á hátíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney