Bynes endurheimti frelsið

Amanda Bynes er frjáls.
Amanda Bynes er frjáls. AFP

Leikkonan Amanda Bynes hefur endurheimt sjálfræði sitt aftur eftir níu ár. Dómari úrskurðaði svo í gær og hefur Bynes nú stjórn yfir bæði fjármunum sínum og persónulegu lífi. Móðir hennar hafði verið lögráðamaður hennar í níu ár en Bynes sótti um að endurheimta sjálfræði sitt í síðasta mánuði.

Móðir Bynes og geðlæknir hennar studdu ósk hennar fyrir dómara. Bynes missti sjálfræði sitt árið 2013 þegar hún var lögð inn á geðdeild gegn vilja sínum. 

„Ég er spenntur fyrir hennar hönd. Hún er spennt. Við erum öll spennt og við hlökkum öll til að sjá Amöndu lifa lífi sínu eins og venjulegur borgari,“ sagði David A. Esquibias í viðtali við Variety á mánudag. 

Dómari hafði þegar gefið í skyn á föstudag að hann hefði hug á að veita Bynes sjálfræði sitt þegar málið yrði tekið fyrir.

Bynes skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún var barn og lék í þáttunum All That og The Amanda Show á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni. Seinna fór hún með hlutverk í kvikmyndunum What a Girl Wants og She's the Man. Hún ákvað að setjast í helgan stein árið 2010. 

Hún var lögð inn á geðdeild gegn vilja sínum árið 2013, eftir að hún var sögð hafa kveikt bál í innkeyrslu. 

Amanda hefur glímt við bæði fíknisjúkdóma og geðsjúkdóma undanfarin ár og ítrekað farið í meðferðir og hvíldarinnlagnir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar