Bynes endurheimti frelsið

Amanda Bynes er frjáls.
Amanda Bynes er frjáls. AFP

Leik­kon­an Am­anda Bynes hef­ur end­ur­heimt sjálfræði sitt aft­ur eft­ir níu ár. Dóm­ari úr­sk­urðaði svo í gær og hef­ur Bynes nú stjórn yfir bæði fjár­mun­um sín­um og per­sónu­legu lífi. Móðir henn­ar hafði verið lögráðamaður henn­ar í níu ár en Bynes sótti um að end­ur­heimta sjálfræði sitt í síðasta mánuði.

Móðir Bynes og geðlækn­ir henn­ar studdu ósk henn­ar fyr­ir dóm­ara. Bynes missti sjálfræði sitt árið 2013 þegar hún var lögð inn á geðdeild gegn vilja sín­um. 

„Ég er spennt­ur fyr­ir henn­ar hönd. Hún er spennt. Við erum öll spennt og við hlökk­um öll til að sjá Amöndu lifa lífi sínu eins og venju­leg­ur borg­ari,“ sagði Dav­id A. Esqui­bi­as í viðtali við Variety á mánu­dag. 

Dóm­ari hafði þegar gefið í skyn á föstu­dag að hann hefði hug á að veita Bynes sjálfræði sitt þegar málið yrði tekið fyr­ir.

Bynes skaust upp á stjörnu­him­in­inn þegar hún var barn og lék í þátt­un­um All That og The Am­anda Show á Nickelodeon sjón­varps­stöðinni. Seinna fór hún með hlut­verk í kvik­mynd­un­um What a Girl Wants og She's the Man. Hún ákvað að setj­ast í helg­an stein árið 2010. 

Hún var lögð inn á geðdeild gegn vilja sín­um árið 2013, eft­ir að hún var sögð hafa kveikt bál í inn­keyrslu. 

Am­anda hef­ur glímt við bæði fíkni­sjúk­dóma og geðsjúk­dóma und­an­far­in ár og ít­rekað farið í meðferðir og hvíld­ar­inn­lagn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son