Hafa staðið í röð síðan á sunnudag

Þessar ungu stúlkur hafa beðið síðan á sunnudag eftir að …
Þessar ungu stúlkur hafa beðið síðan á sunnudag eftir að sjá Louis Tomlinson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ungar stúlkur hafa beðið síðan á sunnudag fyrir utan Origo-höllina. Ástæðan er sú að í kvöld fara fram tónleikar One Direction-stjörnunnar Louis Tomlinsons og ætla þær að ná besta staðnum á tónleikunum. 

Ljósmyndari mbl.is ræddi við stúlkurnar fyrir utan höllina í dag og sögðust þær hafa skipst á að bíða fyrir utan höllina en þó ekki gist yfir nóttina. Nokkuð myndarleg röð hafði myndast fyrir utan höllina.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í kvöld og þarf unga fólkið því að bíða örlítið lengur eftir að fá að berja hann augum. Enn eru lausir miðar á tónleikana.

Tomlinson átti upphaflega að koma hingað til lands í ágúst á síðasta ári en vegna kórónuveirunnar var þeim frestað. Nú er karlinn hins vegar mættur og ungmennin bíða spennt.

Fyrsta sólóplata Tomlinsons, Walls, kom út í janúar árið 2020 og hefur hún átt góðu gengi að fagna.

Það var stemning í röðinni þegar ljósmyndara mbl.is bar að …
Það var stemning í röðinni þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði í dag. Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir