Hafa staðið í röð síðan á sunnudag

Þessar ungu stúlkur hafa beðið síðan á sunnudag eftir að …
Þessar ungu stúlkur hafa beðið síðan á sunnudag eftir að sjá Louis Tomlinson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ungar stúlkur hafa beðið síðan á sunnudag fyrir utan Origo-höllina. Ástæðan er sú að í kvöld fara fram tónleikar One Direction-stjörnunnar Louis Tomlinsons og ætla þær að ná besta staðnum á tónleikunum. 

Ljósmyndari mbl.is ræddi við stúlkurnar fyrir utan höllina í dag og sögðust þær hafa skipst á að bíða fyrir utan höllina en þó ekki gist yfir nóttina. Nokkuð myndarleg röð hafði myndast fyrir utan höllina.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í kvöld og þarf unga fólkið því að bíða örlítið lengur eftir að fá að berja hann augum. Enn eru lausir miðar á tónleikana.

Tomlinson átti upphaflega að koma hingað til lands í ágúst á síðasta ári en vegna kórónuveirunnar var þeim frestað. Nú er karlinn hins vegar mættur og ungmennin bíða spennt.

Fyrsta sólóplata Tomlinsons, Walls, kom út í janúar árið 2020 og hefur hún átt góðu gengi að fagna.

Það var stemning í röðinni þegar ljósmyndara mbl.is bar að …
Það var stemning í röðinni þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði í dag. Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar