Næststærstu tökur frá upphafi hér

Ísraelska leikkonan Gal Gadot er á mikilli uppleið í Hollywood.
Ísraelska leikkonan Gal Gadot er á mikilli uppleið í Hollywood. AFP

„Þetta er eitt af þessum stóru verkefnum sem TrueNorth sérhæfir sig í að sjá um. Auglýsingin sem þessi mynd mun skila fyrir Reykjavík og Ísland verður gríðarleg enda gerist sá hluti myndarinnar sem hér er tekinn á Íslandi,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, í samtali við Morgunblaðið.

Jamie Dornan.
Jamie Dornan. AFP

Tökur á hasarmyndinni Heart of Stone á vegum Netflix hér á landi verða þær umfangsmestu sem farið hafa fram í Reykjavík. Loka þarf götum um tíma dagana 2.-5. apríl og verða þær lokanir kynntar betur síðar. Auk taka í Reykjavík og nágrenni fer tökuliðið einnig út á land en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um þær tökur.

Um er að ræða mikla framleiðslu, fyrstu myndina í flokki mynda sem ætlað er að sverja sig í ætt við hasarmyndir á borð við Mission: Impossible og James Bond-myndirnar. Gal Gadot fer með aðalhlutverkið en hún leikur leyniþjónustukonu sem gæta þarf verðmætustu, en jafnframt hættulegustu eignar alþjóðlegra friðarsamtaka. Jamie Dornan fer með aðalkarlhlutverkið.

Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth.
Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er búið að vera að vinna að þessu verkefni frá síðasta sumri og farið var í fyrstu vettvangskannanir í október. Við höfum unnið í nánu og góðu samstarfi við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu og það eru allir að leggja sig fram við að þetta gangi sem best fyrir sig,“ segir Leifur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup