Útgáfurisi gefur út íslenska kórtónlist

Graduale Nobili.
Graduale Nobili.

Útgáfurisinn Universal gaf nýlega út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili.

Platan er gefin út undir formekjum Decca sem er plötuútgáfa í eigu Universal.

Íslensk kórtónlist er að verða sífellt vinsælli erlendis og í þessari plötuútgáfu felast gríðarlegir möguleikar á útrás íslenskrar kórtónlistar að því er segir í tilkynningu frá kórnum.

Frægðarsól kórsins risið hratt

„Universal hafði samband við mig eftir að kórinn gaf út tónlistarmyndbönd sem tekin voru upp í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Myndböndin höfðu vakið mikla athygli innan fyrirtækisins og voru þau mjög spennt að vinna með okkur,“ segir Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri í tilkynningunni.

Graduale Nobili var stofnaður um aldamótin og hefur skipað sér í sess meðal farsælustu kóra Íslands og hefur frægðarsól kórsins risið hratt undanfarið.

Kórinn hefur meðal annars sungið á tónleika ferðalagi með Björk Guðmundsdóttur auk annarra heimsþekktra tónlistamanna.

Útgáfutónleikar kórsins verða haldnir 1. maí næstkomandi í Langholtskirkju þar sem platan verður flutt í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup