Útgáfurisi gefur út íslenska kórtónlist

Graduale Nobili.
Graduale Nobili.

Útgáfurisinn Universal gaf nýlega út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili.

Platan er gefin út undir formekjum Decca sem er plötuútgáfa í eigu Universal.

Íslensk kórtónlist er að verða sífellt vinsælli erlendis og í þessari plötuútgáfu felast gríðarlegir möguleikar á útrás íslenskrar kórtónlistar að því er segir í tilkynningu frá kórnum.

Frægðarsól kórsins risið hratt

„Universal hafði samband við mig eftir að kórinn gaf út tónlistarmyndbönd sem tekin voru upp í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Myndböndin höfðu vakið mikla athygli innan fyrirtækisins og voru þau mjög spennt að vinna með okkur,“ segir Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri í tilkynningunni.

Graduale Nobili var stofnaður um aldamótin og hefur skipað sér í sess meðal farsælustu kóra Íslands og hefur frægðarsól kórsins risið hratt undanfarið.

Kórinn hefur meðal annars sungið á tónleika ferðalagi með Björk Guðmundsdóttur auk annarra heimsþekktra tónlistamanna.

Útgáfutónleikar kórsins verða haldnir 1. maí næstkomandi í Langholtskirkju þar sem platan verður flutt í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup