Fundu ópíóða og marijúana í blóði Hawkins

Taylor Hawkins er í forgrunni myndarinnar sem tekin var 18. …
Taylor Hawkins er í forgrunni myndarinnar sem tekin var 18. mars sl. Hér má sjá að þeir Dave Grohl, aðalsöngvari Foo Fighters, hafa haft hlutverkaskipti. AFP

Ópíóðar, marijúana og önnur eiturlyf fundust í blóði Taylor Hawkins, trommuleikara Foo Fighters, áður en hann lést. Þetta segja rannsóknarlögreglumenn í Kólumbíu. 

Eiturefnaskýrsla sýndi að tíu efni voru í blóði hans, þar á meðal þunglyndislyf.

BBC greinir frá.

Enn er óvitað hvað dró Hawkins til dauða en hann fannst látinn á hótelherbergi sínu í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, á föstudag. Hann var staddur í Kólumbíu vegna tónlistarhátíðar sem Foo Fighters áttu að spila á. 

Hawkins minnst fyrir utan hótelið.
Hawkins minnst fyrir utan hótelið. AFP

Hringdi vegna brjóstverkja

Lögreglumenn á svæðinu segja að sjúkrabíll hafi verið sendur til Hawkins eftir að karlmaður hringdi í neyðarlínuna vegna brjóstverkja. Þegar viðbragðsaðila bar að garði brást hann ekki við endurlífgunartilraunum og var úrskurðaður látinn á staðnum, að sögn heilbrigðisyfirvalda í Bogotá.

Skrifstofa ríkissaksóknarar í Bogotá er enn að rannsaka málið og mun veita frekari upplýsingar síðar.

Aðdáendur Foo Fighters sem voru í Bogotá til þess að sjá hljómsveitina spila hafa lagt blóm fyrir utan hótelið.

Mikil sorg ríkti á meðal aðdáenda Hawkins.
Mikil sorg ríkti á meðal aðdáenda Hawkins. AFP

Ótímabær missir

Foo Fighters tilkynntu um and­látið á sam­fé­lags­miðlum í gærmorgun. Sögðust hjómsveitarmeðlimirnir „hrygg­ir yfir þess­um hörmu­lega og ótíma­bæra missi.“

Hawk­ins lék með Foo Fig­hters í rúma tvo ára­tugi en hann gekk til liðs við hljóm­sveit­ina skömmu eft­ir að hún lauk gerð plöt­unn­ar The Colour and the Shape árið 1997. 

„Tón­list­ar­andi hans og smit­andi hlát­ur munu lifa með okk­ur að ei­lífu,“ sagði hljóm­sveit­inn í fyrr­nefndri yf­ir­lýs­ingu þar sem hún sendi samúðarkveðjur til eig­in­konu Hawk­ins og tveggja barna hans sem eru á ung­lings­aldri. Biður hljóm­sveit­in um að þau fengju að tak­ast á við þá sorg sem and­láti Hawk­ins fylg­di í friði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach