Fundu ópíóða og marijúana í blóði Hawkins

Taylor Hawkins er í forgrunni myndarinnar sem tekin var 18. …
Taylor Hawkins er í forgrunni myndarinnar sem tekin var 18. mars sl. Hér má sjá að þeir Dave Grohl, aðalsöngvari Foo Fighters, hafa haft hlutverkaskipti. AFP

Ópíóðar, marijúana og önnur eiturlyf fundust í blóði Taylor Hawkins, trommuleikara Foo Fighters, áður en hann lést. Þetta segja rannsóknarlögreglumenn í Kólumbíu. 

Eiturefnaskýrsla sýndi að tíu efni voru í blóði hans, þar á meðal þunglyndislyf.

BBC greinir frá.

Enn er óvitað hvað dró Hawkins til dauða en hann fannst látinn á hótelherbergi sínu í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, á föstudag. Hann var staddur í Kólumbíu vegna tónlistarhátíðar sem Foo Fighters áttu að spila á. 

Hawkins minnst fyrir utan hótelið.
Hawkins minnst fyrir utan hótelið. AFP

Hringdi vegna brjóstverkja

Lögreglumenn á svæðinu segja að sjúkrabíll hafi verið sendur til Hawkins eftir að karlmaður hringdi í neyðarlínuna vegna brjóstverkja. Þegar viðbragðsaðila bar að garði brást hann ekki við endurlífgunartilraunum og var úrskurðaður látinn á staðnum, að sögn heilbrigðisyfirvalda í Bogotá.

Skrifstofa ríkissaksóknarar í Bogotá er enn að rannsaka málið og mun veita frekari upplýsingar síðar.

Aðdáendur Foo Fighters sem voru í Bogotá til þess að sjá hljómsveitina spila hafa lagt blóm fyrir utan hótelið.

Mikil sorg ríkti á meðal aðdáenda Hawkins.
Mikil sorg ríkti á meðal aðdáenda Hawkins. AFP

Ótímabær missir

Foo Fighters tilkynntu um and­látið á sam­fé­lags­miðlum í gærmorgun. Sögðust hjómsveitarmeðlimirnir „hrygg­ir yfir þess­um hörmu­lega og ótíma­bæra missi.“

Hawk­ins lék með Foo Fig­hters í rúma tvo ára­tugi en hann gekk til liðs við hljóm­sveit­ina skömmu eft­ir að hún lauk gerð plöt­unn­ar The Colour and the Shape árið 1997. 

„Tón­list­ar­andi hans og smit­andi hlát­ur munu lifa með okk­ur að ei­lífu,“ sagði hljóm­sveit­inn í fyrr­nefndri yf­ir­lýs­ingu þar sem hún sendi samúðarkveðjur til eig­in­konu Hawk­ins og tveggja barna hans sem eru á ung­lings­aldri. Biður hljóm­sveit­in um að þau fengju að tak­ast á við þá sorg sem and­láti Hawk­ins fylg­di í friði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup