Gerði Garbo lafhrædda

Liv Ullman reyndi að veifa Gretu Garbo á götu 1977.
Liv Ullman reyndi að veifa Gretu Garbo á götu 1977. AFP

Þegar norska leikkonan Liv Ullman var búsett um hríð í New York árið 1977, að leika í leikritinu Önnu Christie eftir Eugene O’Neill á Broadway, kom hún óvænt auga á hina sænsku stöllu sína Gretu Garbo á götu úti en hún hafði farið með sama hlutverk í frægri kvikmynd árið 1930.

„Ég hugsaði með mér: Hún hlýtur að vita að ég sé að leika Önnu Christie! Eins og það kæmi henni eitthvað við,“ rifjar Ullman upp í viðtali við breska blaðið The Guardian. „Hún sá þessa konu koma hlaupandi í átt að sér og tók sjálf til fótanna. Ég veitti henni eftirför en á endanum hvarf hún inn í Miðgarð. Já, hún hljóp mig af sér. En þegar hún sneri sér við og virkaði dauðskelkuð gafst ég upp og hætti að elta hana. Ég var yngri og hefði getað náð henni en kunni ekki við það.“

Greta Garbo var hlédræg og dulræn og ekki mikið fyrir …
Greta Garbo var hlédræg og dulræn og ekki mikið fyrir að blanda geði við aðra á götum úti.


Þetta mun hafa verið á svipuðum tíma og Time Magazine kallaði Ullman „hina nýju Gretu Garbo“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera skapandi og ná árangri þarft þú að yfirgnæfa gagnrýnisröddina innra með þér. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera skapandi og ná árangri þarft þú að yfirgnæfa gagnrýnisröddina innra með þér. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Loka