Langar að stofna lögmannsstofu

Kim Karadashian dreymir um að stofna lögmannsstofu í framtíðinni.
Kim Karadashian dreymir um að stofna lögmannsstofu í framtíðinni. AFP

Athafnakonuna Kim Kardashian langar til að stofna sína eigin lögmannsstofu í framtíðinni og halda áfram að því að vinna að endurbætum á réttarkefinu í Bandaríkjunum. Hún segir að faðir sinn, lögmaðurinn Robert Kardashian, hafi haft mikil áhrif á hana og að henni finnist hún tengjast honum á einstakan hátt í gegnum lögfræðina.

Kardashian leggur nú stund á lögfræði og sækist eftir því að öðlast lögmannsréttindi. Hún fer óhefðbundna leið að réttindunum en hún situr ekki á skólabekk í lagaskóla heldur tekur próf og vinnur sér inn reynslu með því að starfa við hlið lögfræðinga. Í lok síðasta árs náði hún „baby bar“ lögfræði prófinu, en það var í fjórða skipti sem hún tók prófið. 

„Þessi reynsla hefur kennt mér svo mikið og ég hef aldrei lagt jafn hart að mér á ævinni. Ég þurfti að vera hörð við mig þegar kom að lærdónum og ég þurfti að nýta hverja einustu mínútu. Ég hef ástríðu fyrir því að breyta réttarkerfinu og ég vil gefa þeim rödd sem telja sig hafa fengið ranga meðferð,“ sagði Kardahsian í forsíðuviðtali við tískutímaritið Vogue í Hong Kong

Spurð hvort faðir hennar hafi haft mikil áhrif á hana þegar kemur að lögfræðinni sagði hún að svo væri. „Þessi vinna hefur staðið mér nærri undanfarin ár, og ég er svo stolt af því. Þegar ég lít til baka á gömul viðtöl og var spurð hvað mig langaði til að gera þegar ég væri ekki að taka upp Keeping Up With The Kardashians sagðist ég alltaf vilja vera rannsóknarlögg eða lögmaður. Að vinna þessa vinnu hefur gefið mér einstaka tengingu við pabba minn, og ég veit að ég er að hjálpa fólki,“ sagði Kardashian. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir