Aldrei séð neitt fallegra en viðbrögð Smiths

Tiffany Haddish.
Tiffany Haddish. AFP

Flestir hafa fordæmt hvernig Will Smith brást við ósmekklegum brandara um eiginkonu sína með ofbeldi á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Grínistinn og leikkonan Tiffany Haddish var hins vegar hrifin. Hún segir aðdáunarvert að sjá karlmann verja konuna sína. 

„Það gerði svo mikið fyrir mig að sjá svartan mann verja konuna sína,“ sagði Haddish í viðtali við People. Haddish lék í myndinni Girls Trip með eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. „Fyrir konu sem hefur verið óvernduð og einhver segir: „Haltu konunni minni fyrir utan þetta, láttu hana í friði.“ Eiginmaður þinn á að gera það, er það ekki? Að vernda þig.“

„Þetta þýddi mikið fyrir mig og kannski var heimurinn ekki ánægður með hvernig þetta gerðist en mér fannst þetta það fallegasta sem ég hef nokkurn tímann séð af því að nú trúi ég að það eru menn þarna úti sem elska og þykja vænt um konur, eiginkonur sínar.“

Haddish tók fram að Chris Rock væri vinur Smith-hjónanna og fannst einkennilegt að hann hefði ekki borið brandarann undir Pinkett Smith. „Ef hún hefði ekki verið leið hefði hann líklega ekki sagt neitt,“ sagði Haddish um viðbrögð leikarans. 

Will Smith sló Chris Rock.
Will Smith sló Chris Rock. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir