Dune fékk flest en Coda valin best

Coda var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022.
Coda var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022. AFP

Kvikmyndin Dune hlaut alls sex verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Kvikmyndin var þó ekki valin sú besta heldur var það kvikmyndin Coda sem hreppti þann titil. Power of the Dog sópaði til sín tilnefningum en hlaut að lokum bara ein verðlaun. 

Dune vann fyrir kvikmyndatöku, klippingu, hljóð, framleiðsluhönnun, frumsamda kvikmyndatónlist og tæknibrellur en kvikmyndin var alls tilnefnd til tíu verðlauna. 

Coda var óvæntur sigurvegari kvöldsins en fyrir utan að vera valin besta kvikmyndin hlaut hún verðlaun fyrir besta handrit byggt á fyrri verkum og leikarinn Troy Kotsur var valinn besti leikari í aukahlutverki. Var hann fyrsti heyrnaskerti karlmaðurinn til að vinna verðlaunin en mótleikkona hans Marlee Matlin hefur áður unnið Óskarsverðlaun en hún er líka heyrnalaus. 

Leikstjórinn Jane Campion var valinn besti leikstjórinn en hún vann einu verðlaun The Power of the Dog. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar