Sögulegur sigur á Óskarnum

Kvikmyndagerðarkonan Sian Heder hlaut verðlaun fyrir handrit sitt að Coda …
Kvikmyndagerðarkonan Sian Heder hlaut verðlaun fyrir handrit sitt að Coda á Óskarsverðlaunahátíðinni. Myndin var einnig valin sú besta. AFP/VALERIE MACON

Kvikmyndin Coda var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Myndin er fjölskyldudrama en lætur fólki þó líða vel. Myndin sem var gerð fyrir lítið fé á mælikvarða Hollywood er fyrsta kvikmyndin sem sýnd var á streymisveitu sem er valin besta myndin á Óskarnum. 

Myndin var sýnd á streymisveitu Apple og var hún valin besta kvikmyndin fram yfir myndir frá Netflix og stórum dæmigerðum kvikmyndaverum í Hollywood. Sigurinn þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að hún fjallar að hluta til um líf fatlaðs fólks. 

„Þakkir til akademíunnar fyrir að leyfa Coda okkar að komast í sögubækurnar,“ sagði framleiðandinn Philippe Rousselet. Leikstjórinn Sian Hader leikstýrði myndinni og skrifaði handritið. Er talið að myndin hafi einungis kostað um tíu milljónir Bandaríkjadala. 

Leikkonan Emilia Jones leikur aðalhlutverkið Ruby í Coda.
Leikkonan Emilia Jones leikur aðalhlutverkið Ruby í Coda. AFP/VALERIE MACON

Myndin fjallar um unglinginn Ruby sem hin unga Emilia Jones leikur. Ruby glímir við dæmigerð vandamál unglingsáranna og dreymir um að verða tónlistarkona. Ruby er á sama tíma tengiliður fjölskyldunnar við þá sem heyra en fjölskyldan gerir út bát í litlum bæ nálægt Boston. 

Leikarinn Troy Kotsur fór með verðlaunaræðu sína á táknmáli en …
Leikarinn Troy Kotsur fór með verðlaunaræðu sína á táknmáli en hann er heyrnarlaus. AFP/Robyn Beck

Myndin er byggð á frönsku myndinni The Belier Family en sú mynd hlaut gagnrýni fyrir að ráða ekki heyrnarlausa leikara í hlutverkin. Óskarsverðlaunaleikkonan Marlee Matlin leikur heyrnarlausa móður Ruby og heyrnarlausi leikarinn Troy Kotsur leikur föður Ruby.

Kotsur hlaut verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. Þegar hann tók við verðlaununum fór hann með ræðu á táknmáli. Hann er annar heyrnarlausi leikarinn í sögunni til að hljóta verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki á eftir Mar­lee Matlin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir