Greiða ekkert fyrir víðtækar lokanir

Framleiðslufyrirtækið TrueNorth þarf ekki að greiða fyrir heimild til að loka vegum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum. Tökur fara fram á Krýsuvíkurvegi í dag, á morgun verður Álftanesvegur lokaður og á fimmtudag fara tökur fram á Seltjarnarnesi. Um helgina og í næstu viku verða svo viðtækar lokanir í miðborginni og Vesturbæ.

Tökurnar sem nú fara fram eru þær umfangsmestu sem farið hafa fram í Reykjavík en um er að ræða framleiðslu á hasarmyndinni Heart of Stone sem Jamie Dornan og Gal Gadot fara með aðalhlutverk í. 

Nær ekki til viðbragðsaðila

Árni Friðleifsson aðal­varðstjóri Um­ferðardeild­ar lög­reglu segir í samtali við mbl.is að slíkar lokanir séu alltaf unnar með öryggi íbúa að leiðarljósi og að lokanirnar nái ekki til viðbragðsaðila á svæðinu. 

Umferð um Álftanes verður takmörkuð yfir daginn á morgun og verður umferð beint um „gamla“ Álftanesveg sem er einstefnuvegur. Viðbragðsaðilar munu hins vegar geta keyrt beint í gegn á Álftanesvegi ef nauðsyn krefur.

TrueNorth annast lokun allra vega og greiðir veghaldara ekki neitt fyrir heimildina til að loka vegunum. Lokanirnar eru hins vegar unnar í eftir reglum frá veghaldara og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem fundaði með TrueNorth fyrir nokkrum vikum. 

Lokanir í Reykjavík um helgina

Tökur hefjast í miðborg Reykjavíkur á laugardag, 2. apríl. Fyrir hádegi verður Sæbraut lokuð frá Snorrabraut að Hörpu og Kalkofnsvegur lokaður að Geirsgötu. Á sunnudag verður aðgangur að plani fyrir framan Hörpu takmarkaður að hluta til. Sæbraut verður aftur lokuð frá Snorrabraut að Hörpu og Kalkofnsvegur lokaður að Geirsgötu. 

Á mánudag, 4. apríl, verður umferð takmörkuð á Skólavörðuholti ásamt nærliggjandi götum í kringum Hallgrímskirkju. Kárastígur, Bergþórugata frá Vitastíg að Frakkastíg, Grettisgata frá Vitastíg að Frakkastíg, og Njálsgata frá Bjarnastíg að Frakkastíg. Á þriðjudag, 5. apríl, verður umferð takmörkuð í sömu götum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup