Will Smith biðst afsökunar

Will Smith tekur við verðlaunum í flokki aðalleikara í gærkvöldi.
Will Smith tekur við verðlaunum í flokki aðalleikara í gærkvöldi. AFP

Will Smith hefur beðist afsökunar á hegðun sinni á Óskarsverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Stuttu áður en tilkynnt var um sigurvegara í flokki leikara í aðalhlutverki hljóp Smith upp á sviðið og sló kynninn Chris Rock.

„Ofbeldi í öllum sínum myndum er eitrað og eyðileggjandi. Hegðun mín á Óskarsverðlaununum í gærkvöldi var óásættanleg og óafsakanleg. Brandarar á minn kostnað eru hluti af starfinu, en brandari um læknisfræðilegt ástand Jödu var of mikið fyrir mig og ég brást tilfinningalega við,“ skrifaði Smith á Facebook og Instagram.

Ástæða kinnhestsins var brandari Rock um eiginkonu Smiths, leikkonuna Jödu Pinkett Smith. Líkti hann henni við G. I. Jane sem leikin var af sköllóttri Demi Moore árið 1997. Pinkett Smith er einnig sköllótt en hún hefur glímt við sjálfsofnæmissjúkdóminn alopecia sem veldur meðal annars skallablettum.

Will Smith sló Chris Rock.
Will Smith sló Chris Rock. AFP

Enginn staður fyrir ofbeldi í heimi ástar

Í færslu sinni biður Smith Rock persónulega afsökunar: „Ég vil biðja þig opinberlega afsökunar, Chris. Ég gekk of langt og ég hafði rangt fyrir mér. Ég skammast mín og gjörðir mínar voru ekki merki um þann mann sem ég vil vera. Það er enginn staður fyrir ofbeldi í heimi ástar og góðmennsku.”

„Ég vil líka biðja Akademíuna, framleiðendur Óskarsins, alla aðstandendur og alla sem fylgjast með um allan heim, afsökunar. Mig langar að biðja Williams-fjölskylduna og King Richard-fjölskylduna mína afsökunar. Ég sé svo eftir því að hegðun mín hefur sett blett á það sem hefur annars verið glæsilegt ferðalag fyrir okkur öll.“

„Ég er verk í vinnslu,“ skrifar hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir