„Meðvirkni og þráhyggja réðu för“

Dagbjört Rúriksdóttir var að gefa út lagið Rauðu flöggin.
Dagbjört Rúriksdóttir var að gefa út lagið Rauðu flöggin. Ljósmynd/Sigríður Björg Þorsteinsdóttir

Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir var að gefa út lagið Rauðu flöggin. Dagbjört samdi textann um erfiða reynslu sem hún lenti í og vonast til þess að lagið verði fólki hvatning. 

„Lagið er samið af mér og gítarleikara mínum, Emil Hreiðari Björnssyni. Ég samdi laglínu og texta að vana en Emil undirspilið. Textinn í laginu er saminn um tíma í mínu lífi þar sem ég fann mig í óheilbrigðum aðstæðum. Ég hundsaði mestmegnis verndandi röddina innra með mér sem var að reyna að leiða mig í rétta átt allan þennan tíma. Röddina sem ég kalla Guð en aðrir kalla æðri mátt eða innsæi til dæmis.

Meðvirkni og þráhyggja réðu för þar til ég fékk nóg og leyfði Guði loks að ráða í staðinn. Ég komst stuttu eftir það út úr aðstæðunum eftir þó nokkrar tilraunir til að koma mér í burtu. Ég er enn að kljást við taugaveiklun, þráhyggju, depurð og ringulreið eftir þennan tíma en ég veit þó að ég valdi rétt. Lagið í heild sinni er fyrst og fremst ætlað að hvetja aðra til að standa með sjálfum sér og að elta það sem er heilbrigðast og best fyrir sig,“ segir Dagbjört. 

Sigríður Björg Þorsteinsdóttir listakona bjó til listaverkið sem Dabjört heldur …
Sigríður Björg Þorsteinsdóttir listakona bjó til listaverkið sem Dabjört heldur á fyrir nýja lagið. Ljósmynd/Sigríður Björg Þorsteinsdóttir

Lagið er væntanlegt á Spotify föstudaginn 8. apríl. Á föstudaginn 15. apríl verður einnig karíókíútgáfa af laginu aðgengileg á Youtube.

Í spilaranum hér að neðan má hlusta á lagið Rauðu flöggin og horfa á textamyndbandið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup