Var beðinn um að yfirgefa hátíðina

Will Smith fór upp á svið og sló Chris Rock …
Will Smith fór upp á svið og sló Chris Rock hressilega utanundir á Óskarsverðlaunahátíðinni. AFP

Leikarinn Will Smith neitaði að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hafa slegið grínistann Chris Rock utanundir á verðlaunaafhendingunni.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem talsmenn Akademíunnar gáfu út í dag.

„Þótt Smith hafi verið beðinn um að yfirgefa hátíðina, og hann neitað því, viðurkennum við að við hefðum getað brugðist öðruvísi við ástandinu,“ segir í yfirlýsingunni.

Akademían segist hafa hafið agamál gegn Smith, sem var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki á hátíðinni aðeins nokkrum mínútum eftir að hann sló Rock utan undir í beinni útsendingu.

Will Smith gæti verið bannað að mæta á komandi Óskarsverðlaunahátíðir …
Will Smith gæti verið bannað að mæta á komandi Óskarsverðlaunahátíðir fyrir athæfi hans. AFP

„Stjórnin hóf í dag agamál gegn Will Smith vegna brota á hegðunarreglum Akademíunnar, þar á meðal óviðeigandi líkamlegri snertingu, móðgandi eða ógnandi hegðun og fyrir að sverta orðspor Akademíunnar.

Herra Smith hefur minnst 15 daga til að tjá sig skriflega um málið áður en brot hans og möguleg viðurlög fara í atkvæðagreiðslu,“ segir í yfirlýsingunni.

„Á næsta stjórnarfundi þann 18. apríl getur Akademían gripið til hvers kyns agaviðurlaga, sem geta falið í sér tímabundna eða varanlega brottvísun eða önnur viðurlög sem leyfileg eru samkvæmt lögum og hegðunarreglum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup