Lést úr krabbameini 33 ára

Hjónin Kelsey og Tom.
Hjónin Kelsey og Tom. Skjáskot/Instagram

Breski tónlistarmaðurinn Tom Parker, einn af liðsmönnum hljómsveitarinnar The Wanted er látinn. Aðeins 33 ára að aldri. 

Leikkonan Kelsey Hardwick, eiginkona Parkers, greindi frá andlátinu á samfélagsmiðlum síðdegis í gær en Parker greindist með æxli í heila í október árið 2020. Parker hóf lyfjameðferð við krabbameininu strax í kjölfarið og barðist hetjulega við erfið veikindin fram til síðasta dags.

„Tom lést á friðsamlegan hátt fyrr í dag umvafinn fjölskyldu sinni. Hjörtu okkar eru brotin. Tom var miðpunktur alheims okkar og við getum ekki ímyndað okkur lífið án hans og hans kraftmiklu nærveru. Við erum þakklát fyrir alla ástina og stuðninginn sem við höfum fengið,  sagði harmi slegin eiginkona Parkers þegar hún tilkynnti um fráfallið. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá. 

„Hann barðist til hins síðasta dags. Okkur langar að við getum öll sameinast um að halda áfram að láta ljós Toms skína um ókomna tíð fyrir fallegu börnin hans, er haft eftir eiginkonu Parkers en þau hjónin áttu saman tvö ung börn. 

Hljómsveitin The Wanted hóf göngu sína árið 2009 en ári seinna hafði sveitin öðlast heimsfrægð þar sem lög hennar rötuðu á topplista víðs vegar um heim. Ber helst að nefna lagið Glad You Came og All Time Low sem gerðu garðinn frægan 2011 og 2012. 



 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup