Draga skammarverðlaunin til baka

AFP/MEHDI FEDOUACH

Aðstandendur Razzie-skammarverðlaunanna hafa ákveðið að draga verðlaun síðasta árs til baka sem Bruce Willis hlaut fyrir frammistöðu sína í Cosmic Sin segir á vefsíðu  BBC.

„Verðlaunin“ voru veitt aðeins nokkrum dögum áður en fréttir bárust af veikindum Bruce Willis sem er að kljást við sjúkdóminn málstol.

„Við komumst að þessari niðurstöðu eftir mikla íhugun. Ef veikindi viðkomandi hefur áhrif á frammistöðu er ekki við hæfi að veita Razzie-verðlaunin,“ segir í yfirlýsingu frá verðlaununum. 

Á Twitter síðu Razzie-verðlaunanna segir að aðstandendur verðlaunanna séu mjög leiðir yfir veikindum leikarans og bera fjölskyldunni samúðarkveðjur.

„Ennþá langsvalasti maður sem ég hef hitt“

Kveðjur hafa streymt inn til fjölskyldu Bruce Willis á Instagram vegna veikinda leikarans og kona hans, Emma Heming Willis sagðist vera mjög þakklát fyrir kveðjurnar og það skipti hana miklu máli að finna stuðninginn, samkenndina og bænirnar.

Matthew Perry, sem lék Chandler í sjónvarpsseríunni Vinum, skrifaði: „Mér þykir svo leitt að heyra hvað þú ert að ganga í gengum, en þú ert ennþá langsvalasti maður sem ég hef hitt. Þú verður í bænum mínum í langan, langan tíma.“

Shelley Duvall lék aðalhlutverkið á móti Jack Nicholson í The …
Shelley Duvall lék aðalhlutverkið á móti Jack Nicholson í The Shining, en Stanley Kubrick kom illa fram við leikkonuna við tökurnar. Stilla úr The Shining

Aðstandendur skammarverðlaunanna tilkynntu einnig að þeir drægu til baka verðlaun Shelly Duvall, sem lenti á listanum fyrir leik sinn í hryllingsmynd Stanley Kubrik, The Shining,  frá 1980. „Núna vitum við að frammistaða Duvall var lituð af slæmri meðferð Kubrick í gegnum allt tökuferlið. Við viljum nota tækifærið til að taka Razzie-verðlaunin frá Shelly Duvall.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach