Ekki hleypt í alvöruútgáfuna af Gettu betur

Gunna Dís er ánægð að vera komin aftur á skjáinn. …
Gunna Dís er ánægð að vera komin aftur á skjáinn. Nýr þáttur hennar fer í loftið í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta leggst rosalega vel í mig. Mér finnst þetta alveg meiriháttar skemmtilegt,“ segir Guðrún Dís Emilsdóttir fjölmiðlakona, betur þekkt sem Gunna Dís.

Gunna Dís flutti nýverið aftur suður eftir að hafa verið búsett á Húsavík. Hún hefur snúið aftur til starfa hjá Ríkisútvarpinu en þar vann hún um árabil og naut mikillar hylli. Einlægt og glaðlegt fas hennar heillaði landann og víst er að margir fagna endurkomunni. Nú stýrir Gunna Dís síðdegisútvarpinu á Rás 2 og hittir þar meðal annars fyrir gamlan samstarfsmann sinn, Andra Frey Viðarsson, en í kvöld, föstudagskvöld, fer nýr sjónvarpsþáttur Gunnu í loftið.

Nýi sjónvarpsþátturinn nefnist Gettu betur á bláþræði og er að hennar sögn léttur spurningaþáttur. „Þetta eru bleiku spurningarnar, við spyrjum um bíómyndir, afþreyingu og dægurmenningu,“ segir Gunna en höfundar spurninga eru Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas og Örn Úlfar Sævarsson. „Við fáum til okkar hresst og skemmtilegt fólk sem allir kannast við. Hver þáttur er með ákveðnu þema. Fyrsti þátturinn er til dæmis sýndur á föstudaginn sem er 1. apríl og það verður þemað í þættinum. Þetta verða alls átta þættir sem fylgja fólki inn í sumarið,“ segir hún en upptökur stóðu einmitt yfir þegar rætt var við hana í gær.

Mismunandi verkefni á hverjum degi

Gunna játar því aðspurð að hún sé ánægð að vera komin aftur til starfa í fjölmiðlum. Auk þess að stýra vinsælum útvarpsþáttum á árum áður lét hún talsvert til sín taka í sjónvarpi, meðal annars í tengslum við Eurovision og svo í Útsvari.

„Ég hlakka til komandi verkefna og það er æðislegt að fá að vera bæði í útvarpi og sjónvarpi. Það þýðir að ég fæ mismunandi verkefni á hverjum degi,“ segir hún og rifjar aðspurð upp að nokkuð sé um liðið síðan hún sást síðast á sjónvarpsskjánum.

Tókst að drepa Útsvarið

„Já, það eru komin þrjú ár síðan við Sóli Hólm náðum að klára Útsvarið. Það var okkar síðasta verk að drepa það,“ segir hún og skellir upp úr. „Við skulum vona að Gettu betur fari ekki sömu leið og Útsvarið. Þetta er sem betur fer bara hliðarútgáfa af Gettu betur. Mér er ekki hleypt í alvöruútgáfuna. Það er sennilega réttnefni að þátturinn skuli heita Á bláþræði.“

Viðtalið birtist í Morgunblaðinu 30. mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það sem þú ákveður að gera í dag munt þú leysa mjög vel úr hendi. Slakaðu á, þú veist að þú ert frábær. Samræður innan fjölskyldunnar eru dýpri en endranær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það sem þú ákveður að gera í dag munt þú leysa mjög vel úr hendi. Slakaðu á, þú veist að þú ert frábær. Samræður innan fjölskyldunnar eru dýpri en endranær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths