Demi Moore búin að finna eldheita ást

Demi Moore er ein þekktasta leikkona veraldar.
Demi Moore er ein þekktasta leikkona veraldar. mbl.is/AFP

Ef þú ert stjarna sem elskar hráfæði sem eldað er ofan í þig á þremur tímum, þar sem maturinn er tólf rétta, og allt í kringum matseldina er eins og eitt stórt listaverk, þá er ekki úr vegi að eiga kærasta á borð við matreiðslumanninn svissneska Daniel Humm sem eldar fyrir þig á hverju kvöldi. Þetta er Demi Moore að finna á eigin skinni, en parið hefur verið á leynilegum stefnumótum undanfarna mánuði en eru nú að stíga fram í dagsljósið saman. 

Þeir sem hafa fylgst með leikkonunni geðþekku Demi Moore, vita að þegar hún verður ástfangin þá á kærastinn vanalega hug hennar allan. 

Humm er eins þekktur fyrir ástríðu sína á mat, en hann er vanalega með annan fótinn á  veitingahúsinu sínu, Eleven Madison Park, sem staðsett er á Madison breiðgötunni í New York. Hann er einn þeirra kokka sem ratar reglulega á síður dagblaðanna fyrir hugsjónir sínar tengt matargerð. Enda gerist ekki að sjálfu sér að veitingahús í New York borg lendi í 1. sæti á lista yfir bestu veitingahús veraldar, en þá tilnefningu hlaut Eleven Madison Park árið 2017, frá World´s Best Restaurants. Veitingahúsið hlaut fimm stjörnur og mikið lof fyrir matinn og þjónustuna í The New York Times og svo rataði Humm á síður dagblaðanna í maí árið 2021 fyrir þá hugrökku ákvörðun að taka allar dýraafurðir af matseðlinum, en halda verðinu fyrir 12 rétta matseðilinn óbreyttu, en fyrir 3 klukkustunda upplifun borga gestir 335 dollara. 

Moore og Humm hafa fundið leið til að vera saman á hverjum degi, sem er sú að Moore borðar á staðnum á kvöldin. 

Haft er eftir heimildarmanni að ástin á milli parsins sé eldheit og ástríðufull og að Moore leiti mikið til Humm þessa dagana, ekki síst í ljósi nýjustu frétta af veikindum Bruce Willis, fyrrverandi eiginmanns hennar og barnsföður. 

Í til­kynn­ingu fjöl­skyld­unn­ar sem rataði í blöðin í vikunni, seg­ir að Will­is hafi átt við veik­indi að stríða und­an­farið og þetta sé mjög erfiður tími fyr­ir fjöl­skyld­una. Leik­ar­inn hef­ur ný­lega greinst með sjúk­dóm­inn mál­stol (e ap­hasia), sem er al­geng­ur eft­ir heila­blóðfall eða höfuðhögg, og get­ur valdið erfiðleik­um við að tala, skrifa og skilja tungu­mál. 

Óvíst er hvort ástin muni endast á milli þeirra Moore og Humm, en ef það virkar vel í ástarmálum að aðhyllast svipuð gildi, þá má segja að þau eigi góða möguleika, en bæði borða þau lífrænt plöntufæði, elska rólegt fjölskyldulíf og svo eru þau áhugasöm um tísku eins og sjá má á tískuvikunni í París nýverið þar sem þau sátu á fremsta bekk hjá tískuhúsinu Chloé, í nálægð hvort við annað. 

Humm er þekktur fyrir að falla fyrir sjálfstæðum sterkum konum en hann var með Laurene Powell Jobs árið 2019, sem þykir ekki síður áhrifamikil en faðir hennar Steve Jobs. 

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka