Sjóðheitur Styles sprangar um á nærbuxunum

Harry Styles.
Harry Styles. Ljósmynd/TAL COHEN

Það má með sanni segja að aðdáendur tónlistarmannsins Harry Styles hafi gersamlega tryllst yfir nærbuxnaatriði sem sjá má í nýjasta tónlistarmyndbandi hans við lagið As It Was.

Söngvarinn klæðist mismunandi rauðum fatnaði út myndbandið en þegar um ein og hálf mínúta er liðin af því klæðir Styles sig úr fötunum og stendur eftir á rauðum nærbuxum einum saman. 

Aðdáendur Styles gátu ekki haldið aftur af sér og tjáðu margir sig um umrætt atriði. Þykir hann einstaklega kynþokkafullur og sína sjóðheita tilburði í myndbandinu.

„Hann er einum of kynþokkafullur,“ er haft eftir einum aðdáanda en ummælin undir tónlistarmyndinu á YouTube eru flest í þeim dúr. „Skyrtulaus Harry Styles er allt sem ég þurfti. Mig langar að knúsa skyrtulausan Harry Styles,“ er meðal annars sem aðdáendur tónlistarmannsins hafa ritað í athugasemdakerfið. 

Þrátt fyrir að nærbuxnaatriðið hafi vakið mesta athygli þá sögðust margir hrifnir af nýjasta smellinum frá Styles. Getgátur hafa verið uppi um að lagið fjalli og vísi til ástarsambands Styles við leikkonuna Olivia Wilde og sé það tileinkað henni og börnum hennar tveimur, Otis og Daisy. Fyrstu fréttir af sambandi Styles og Wilde bárust í byrjun árs þegar til þeirra sást haldast í hendur í brúðkaupsveislu. 

Tónlistarmyndbandið og tíðrætt nærbuxnaatriði má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup