Ed Sheeran hafði betur

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafði betur í málinu.
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafði betur í málinu. AFP

Dómari í Lundúnum á Bretlandseyjum hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki finnist nægilegar sannanir fyrir því að tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi stolið hugmyndinni að laginu Shape of You sem kom út árið 2019. 

Niðurstaðan var kynnt nú í morgun en réttarhöld fóru fram í mars síðastliðinn. Tónlistarmaðurinn Sami Chokri höfðaði höfundarréttarmál gegn Sheeran en hann sagði að lagið Shape of You væri byggt á laginu Oh Why eftir hann. 

Fyrir dómara sagðist Sheeran ekki muna eftir að hafa heyrt lagið Oh Why áður en málið var höfðað gegn honum. Shape of You var mest spilaða lag Bretlands ársins 2017 og ekkert lag hefur verið spilað oftar á streymisveitunni Spotify. 

Lagið samdi Sheeran ásamt lagahöfundinum John McDaid, liðsmann Snow Patrol, og framleiðandanum Steven McCutcheon, sem einnig neituðu því að hafa stolið laginu af Chokri. 

Málaferlin hófust árið 2018 og hefur Sheeran ekki fengið að sjá krónu af hagnaði lagsins síðan þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup