Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker gengu í hjónaband í Las Vegas í byrjun vikunnar um miðja nótt. Kardashian viðurkennir að þau hafi verið búin að drekka fyrir athöfnina.
Í fyrstu var talið að stjörnurnar hefðu mætt með alla pappíra með sér. Nú hefur Kardashian birt myndir úr brúðkaupinu á samfélagsmiðlum sínum og greint frá því að brúðkaupið hafi verið skyndákvörðun og þau séu ekki löglega gift.
„Fann þessar á myndavélinni minn. Einu sinni í landi langt, langt í burtu (Las Vegas) klukkan tvö um nótt eftir frábært kvöld og smá tekíla. Drottning og myndarlegi kóngurinn hennar fóru í einu Elvis-kapelluna sem var opin og giftu sig (án formlegra pappíra). Æfingin skapar meistara.“
Tónlistarmaðurinn Barker birti líka myndir úr brúðkaupinu og virðist parið hafa drukkið ansi mikið áður en Elvis eftirherma gaf þau saman.
Parið trúlofaði sig í fyrra og var brúðkaupið í Vegas því bara upphitun fyrir alvöru brúðkaupið þeirra.