Írska hljómsveitin U2 hefur gefið út lag til stuðnings Úkraínu.
Lagið heitir Walk on Ukraine og mætti þýða sem „Úkraína, áfram gakk“ og bæta þeir við myllumerkinu #standupforukraine, eða stöndum upp fyrir Úkraínu.
Í myndbandinu má sjá þá félaga Bono og Edge flytja lagið í svarthvítri mynd af mikilli innlifun.
Í textanum við myndbandið skrifa þeir um raunir Úkraínu vegna innrásar Rússa og setja meðal annars í samhengi fjölda flóttamanna frá Úkraínu sem samsvarar helmingi allra sem búa á Írlandi.