Lopez og Affleck trúlofuð

Ben Affleck og Jennifer Lopez eru trúlofuð.
Ben Affleck og Jennifer Lopez eru trúlofuð. AFP

Söng- og leikkonan Jenni­fer Lopez tilkynnti trúlofun hennar og leikarans Ben Affleck í dag, 18 árum eftir að leiðir þeirra skildu í fyrsta sinn.

Lopez birti myndband af sér á Instagram með grænan demantshring ásamt dagblaði frá deginum í dag. 

Lopez er 52 ára og Aff­leck er 49 ára en þau byrjuðu sam­an í fyrra. Þau höfðu áður verið par fyrir tæp­um tveim­ur ára­tug­um en þau slitu trú­lof­un sinni árið 2004. 

Brúðkaup Lopez og Affleck verður fjórða brúðkaup hennar og annað brúðkaup hans. 

Lopez var áður gift leikaranum Ojani Noa, dansaranum Cris Judd og söngvaranum Marc Anthony, en þau eiga saman tvíburana Max og Emmu sem eru 14 ára. 

Affleck var áður kvæntur Jennifer Garner og eiga þau saman þrjú börn á aldrinum 10 til 16 ára. 

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir