Rithöfundurinn Jack Higgins látinn

Jack Higgins rithöfundur.
Jack Higgins rithöfundur. Ljósmynd/SkyNews

Breski rithöfundurinn Jack Higgins er látinn 92 ára að aldri. Hann gaf út 85 bækur á ferlinum en þekktust þeirra er Örninn er sestur (e. The Eagle Has Landed) sem kom út árið 1975 og hefur selst í 50 milljónum eintaka.

Á vef Skynews er greint frá því að Higgins hét réttu nafni Henry Patterson, en skrifaði undir nafninu Jack Higgins. 

Örninn er sestur er skáldsaga og segir frá áætlunum nasista að ræna Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, á tímum síðari heimstyrjaldarinnar.

Árið 1976 var búin til kvikmynd sem er byggð á bókinni með Michael Caine, Robert Duvall og Donald Sutherland í aðalhlutverkum.

Síðasta bók Higgins Miðnætur bjallan (e. he Midnight Bell) kom út árið 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup