Sækir um skilnað í þriðja sinn

Billy Ray Cyrus og Tish Cyrus árið 2011.
Billy Ray Cyrus og Tish Cyrus árið 2011. MARIO ANZUONI

Tónlistarkonan Tish Cyrus, móðir söngkonunnar Miley Cyrus, hefur sótt um skilnað við Billy Ray Cyrus. Er þetta í þriðja skipti sem stefnir í skilnað hjá Cyrus-hjónunum sem hafa verið gift í þrjá áratugi. 

Tish sótti um skilnaðinn hinn 6. apríl í Williamsonsýslu í Tennessee í Bandaríkjunum. Hún lét fylgja með að þau Billy Ray hefðu ekki búið saman lengi og ekki umgengist hvort annað eins og eiginkona og eiginmaður í meira en tvö ár. 

Þetta kemur glöggum aðdáendum fjölskyldunnar eflaust ekki á óvart en Billy Ray virtist ekki hafa haldið upp á jólin með fjölskyldu sinni af myndum að dæma sem dóttir hans Miley birti á Instagram. 

Auk þess að eiga dótturina Miley eiga Cyrus-hjónin Brandy, Trace, Braison og Noah. 

Billy Ray sótti um skilnað við Tish í október árið 2010. Í mars árið 2011 dró hann umsóknina til baka og vildi sameina fjölskylduna á ný. Tish sótti svo um skilnað árið 2013 við hann. Í kjölfarið fóru þau í hjónabandsráðgjöf og tóku aftur saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist að í hverju verkefni sem þér er falið felst æfing sem eykur hæfni þína. Ræktaðu garðinn þinn, fyrst þá getur þú deilt uppskerunni með náunganum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar