Snæbjörn hættir að tala við fólk

Snæbjörn Ragnarsson hættir með þættina Snæbjörn talar við fólk.
Snæbjörn Ragnarsson hættir með þættina Snæbjörn talar við fólk. mbl.is/Styrmir Kári

Snæbjörn Ragnarsson, tónlistarmaður og hlaðvarpsstjórnandi, vinnur nú að því að leggja lokahönd á síðasta þátt Snæbjörn talar við fólk. Þættirnir hafa átt góðu gengi að fagna undanfarin tvö ár en nú hefur Snæbjörn ákveðið að segja það gott eftir 100 þætti. 

Snæbjörn greindi frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum þáttanna í dag. 

„Í dag legg ég lokahönd á lokaþátt STVF, þátt #0100. Kærar þakkir fyrir öll skilaboðin, ég reyni að svara þeim eins hratt og ég get,“ skrifar Snæbjörn. 

Hann segir enn fremur að þættirnir hafi verið eitt það skemmtilegasta og mest krefjandi sem hann hefur gert.  „Ég geng afar sáttur frá borði. Takk fyrir að hlusta,“ skrifar Snæbjörn. 

Snæbjörn og bróðir hans Baldur Ragnarssonar hafa framleitt Snæbjörn talar við fólk saman undir merkjum Hljóðkirkjunnar. Þeir bræður héldu einnig út þáttunum Besta platan ásamt Dr. Arnari Eggerti Thoroddsen, en Snæbjörn sagði skilið við þættina eftir að þeir höfðu fjallað um 100 plötur.

Auk þess að framleiða hlaðvarpsþætti hefur Snæbjörn verið í hljómsveitunum Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir