Íslenskur ríkisborgari söng á Coachella

Damon Albarn á tónleikum í Laugardalshöll.
Damon Albarn á tónleikum í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ís­lensk­i rík­is­borg­arinn Damon Al­barn kom fram á bandarísku tónlistarhátíðinni Coachella í gærkvöldi. 

Albarn sló fyrst í gegn með hljóm­sveit­ini Blur sem náði gríðarleg­um vin­sæld­um. Hann hef­ur síðan starfað með sveit­um eins og Gorillaz og The Good, the Bad & the Qu­een.

Þá fékk hann íslenskan ríkisborgararétt fyrr á þessu ári. 

Í gær tók hann lagið með bandarísku söngkonunni Billie Eilish og sungu þau fyrst saman lag Eilish, Getting Older, áður en þau sungu lag Gorillaz, Feel Good Inc.

Eilish sagði áhorfendum að Albarn hefði breytt lífi hennar á svo marga vegu ásamt sýn hennar á sköpun tónlistar og listar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup