Aftur á skjáinn eftir Óskarslöðrunginn

Jada Pinkett Smith snýr aftur á skjáinn á morgun.
Jada Pinkett Smith snýr aftur á skjáinn á morgun. AFP

Leikkonan Jada Pinkett Smith snýr aftur í spjallþætti sínum Red Table Talk á morgun, miðvikudaginn 20. apríl. Þetta verður fyrsti þátturinn eftir að eiginmaður hennar, leikarinn Will Smith, löðrungaði grínistann Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðini, eftir að sá síðarnefndi sagði brandara um Pinkett Smith. 

Pinkett Smith birti fyrstu stikluna úr þættinum í dag, þriðjudag, en ásamt Pinkett Smith verða móðir hennar Adrienne Banfield Norris og dóttir hennar Willow Smith með henni í þættinum líkt og vanalega. 

Gestir þáttarins verða Janelle Monáe og móðir hennar Janet Hawthorne. Þetta er fimmta serían af Red Table Talk sem fer í loftið. Á meðal gesta í seríunni verða mæðgurnar Kim Basinger og Ireland Baldwin. 

Pinkett Smith hefur ekki komið opinberlega fram síðan atvikið varð á Óskarsverðlaunahátíðinni hinn 27. mars síðastlðinn. Eiginmaður hennar ekki heldur en Rock hefur hins vegar haldið áfram með uppistandssýningu sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir