Er að hitta huldumann

Tónlistarkonan Lizzo er komin með kærasta.
Tónlistarkonan Lizzo er komin með kærasta. AFP

Tónlistarkonan Lizzo er komin með kærasta. Þetta staðfesti hún í viðtali við Andy Cohen á dögunum en vildi ekki segja hvað hann héti eða hversu lengi þau hafa verið saman. 

Cohen spurði Lizzo út í ástarmálin í viðtali í þætti sínum Radio Andy í gær. „Það náðist myndaf þér á Craig's í Los Angeles í febrúar. Eruð þið enn saman?“ spurði Cohen og vísaði þar til myndar sem náðist af söngkonunni og manninum á leið út af veitingastaðnum á Valentínusardaginn. 

„Já, eða eitthvað, já,“ svaraði Lizzo. Því næst spurði Cohen hvort það væri erfitt að fara á stefnumót vegna þess hversu fræg hún væri. Hún sagði að það hjálpaði mikið að fara út með „réttu manneskjunni“.

„Ef þú ert með réttu manneskjunni, þá nei, alls ekki. Það hefur ekki einus inni áhrif,“ sagði Lizzo. Hún sagði svo við Cohen að kærastinn hefði einnig komið með henni þegar hún kom fram í Saturday Night Live um liðna helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar