Framleiðslufyrirtækið sektað um 18 milljónir króna

Alec Baldwin í október síðastliðnum.
Alec Baldwin í október síðastliðnum. AFP

Framleiðslufyrirtækið sem kom að gerð kvikmyndarinnar Rust hefur verið sektað um tæplega 140 þúsund dollara, eða um 18 milljónir króna, af heilbrigðiseftirliti Nýja Mexíkó-ríki í Bandaríkjunum fyrir að hafa vísvitandi brotið alvarlega á reglum um vinnuöryggi.

Töku­maðurinn Halyna Hutchins lést við tökur á myndinni eftir að voðaskot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldw­in hélt á. Þá særðist Joel Souza leikstjóri myndarinnar einnig. 

Deadline greinir frá því að um sé að ræða hæstu sekt mögulega. 

„Það voru alvarlegir brestir í stjórnun og meira en fullnægjandi sönnunargögn sem sýna að ef reglum hefði verið fylgt, hefði Halyna Hutching ekki látist og Joel Souza ekki særst,“ sagði James Kenney hjá heilbrigðiseftirlitinu í myndbandi. 

Baldw­in neitar að hafa tekið í gikkinn á byssunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir