Framleiðslufyrirtækið sem kom að gerð kvikmyndarinnar Rust hefur verið sektað um tæplega 140 þúsund dollara, eða um 18 milljónir króna, af heilbrigðiseftirliti Nýja Mexíkó-ríki í Bandaríkjunum fyrir að hafa vísvitandi brotið alvarlega á reglum um vinnuöryggi.
Tökumaðurinn Halyna Hutchins lést við tökur á myndinni eftir að voðaskot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin hélt á. Þá særðist Joel Souza leikstjóri myndarinnar einnig.
Deadline greinir frá því að um sé að ræða hæstu sekt mögulega.
„Það voru alvarlegir brestir í stjórnun og meira en fullnægjandi sönnunargögn sem sýna að ef reglum hefði verið fylgt, hefði Halyna Hutching ekki látist og Joel Souza ekki særst,“ sagði James Kenney hjá heilbrigðiseftirlitinu í myndbandi.
Baldwin neitar að hafa tekið í gikkinn á byssunni.