Giftast en gift öðrum þegar þau kynntust

Ewan McGregor og Mary Elizabeth Winstead eru hamingjusöm.
Ewan McGregor og Mary Elizabeth Winstead eru hamingjusöm. AFP/Michael Tran

Hollywoodleikararnir Ewan McGregor og Mary Elizabeth Winstead ætla að gifta sig í vikunni. Verðandi hjónin kynntust árið 2016 og voru þá bæði gift öðru fólki. Þau hafa aldrei haft það betra. 

Hinn skoski McGregorg er 51 árs og hin bandaríska Winstead er 37 ára. Þau eru sögð ætla að láta pússa sig saman í Los Angeles á föstudaginn að því fram kemur á vef Page Six. „Þau hafa aldrei verið hamingjusamari og að eignast barn saman í fyrra styrkti bara sambandið,“ sagði heimildarmaður. 

Stjörnuparið lék saman í þriðju þáttaröð af Fargo. Aðeins mánuði eftir að þáttaröðin kom út í apríl árið 2017 tilkynnti Winstead og þáverandi eiginmaður hennar til sjö ára að þau væru að skilja. Í október sama ár sáust McGregor og Winstead saman. Stuttu eftir það fréttist að McGregor og eiginkona hans til yfir tveggja áratuga, Eve Mavrakis, hefðu hætt saman fyrr á árinu. 

McGregor sem er aðeins eldri en Winstead á fjögur börn á aldrinum 11 til 26 ára með fyrrverandi eiginkonu sinni. Verðandi hjónin eignuðust hins vegar saman soninn Laurie í fyrra. 

Ewan McGregor og Mary Elizabeth Winstead saman í mars.
Ewan McGregor og Mary Elizabeth Winstead saman í mars. AFP/Kevin Winter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir