Náði að spila með bestu gítarleikurum heims

Björn Thoroddsen ásamt Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar.
Björn Thoroddsen ásamt Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Ljósmynd/Hulda Margrét

Björn Thoroddsen gítarleiki var valinn bæjarlistmaður Hafnarfjarðarbæjar í dag. 

Björn segir í samtali við mbl.is að um mikinn heiður sé að ræða en það var í Hafnarfirði þar sem ferilinn hófst. 

„Tilfinningin er rosalega góð. Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði þannig að þessi verðlaun eru ansi skemmtileg fyrir mig. Hafnarfjörður á verulegan part í mér,“ segir hann.

Björn segir að ræturnar séu í bænum og hann hafi stofnað sína fyrstu hljómsveit þar.

Björn var 11 ára þegar hann fór að læra á gítar, lærði klassískan gítarleik í Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

„Ég heyrði í tveimur gítarleikurum í útvarpinu á Hofsgötunni. Ég frétti seinna að þeir hefðu verið í Bítlunum. Ég féll alveg fyrir þessu og fannst svo flott að verða gítarleikari. Það var eitthvað sem ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór.“

Síðar fór hann til náms við Guitar Institute of Technology í Hollywood og útskrifaðist þaðan árið 1982.

Eftirminnilegast að spila með Tommy Emmanuel

Meðal manna sem höfðu mikil áhrif á Björn þegar hann var að byrja voru Jimmy Hendrix og Eric Clapton. Þá segir hann einnig marga íslenska tónlistarmenn hafa haft áhrif á hann.

Hann hefur gefið út yfir þrjátíu hljómplötur undir eigin nafni auk fjölda samstarfsverkefna og hefur tónlist hans verið gefin út víða erlendis.

Rúmum 50 árum síðar er Björn enn starfandi gítarleikari og tónleikaferilinn því langur. 

Hann segir að eftir eftirminnilegustu tónleikarnir hafi verið er hann spilaði í Háskólabíó með Tommy Emmanuel, sem er talinn vera einn besti kassagítarleikari allra tíma. 

„Sem ungur maður þá byrjaði sá ég að hugsanlega geti draumar ræst. Þessi markmið sem ég setti mér þegar ég var ellefu ára hafa mörg ræst. Kannski ekki alveg í þeirri mynd sem ég bjóst við en ég náði að spila með mörgum af stærstu gítarleikurum í heimi. Það rættist því ýmislegt,“ segir Björn og bætir við a lokum að hann sé hvergi nærri hættur. 

„Það eru alveg skot eftir í byssunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup