Framleiðslufyrirtækið Searchlight hefur frestað framleiðslu á kvikmyndinni Being Mortal. Ástæðan er kvörtun vegna óviðeigandi hegðunar leikarans Bills Murrays samkvæmt heimildum Deadline.
Kvörtunin barst fyrirtækinu í síðustu viku og á mánudag var ákveðið að halda ekki áfram með framleiðsluna. Leikurum og tökuliði var greint frá tíðindunum á miðvikudagskvöld.
Heimildamaður Deadline segir að kvörtunin væri vegna Murrays. Á meðal leikara í kvikmyndinni er Aziz Ansari og Seth Rogen. Searchlight hefur gefið út að framleiðslufyrirtækið muni ekki tjá sig um málið fyrr en rannsóknin er yfirstaðin.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kvartað hefur verið yfir hegðun Murrays við tökur. Árið 2000 var greint frá því að leikkonan Lucy Liu hefði ekki verið ánægð með hegðun hans við tökur á kvikmyndinni Charlie's Angels. Þá hafði hún endurskrifað senu án hans vitundar og hafði hann brugðist illa við með því að kalla hana öllum illum nöfnum.
„Ég stóð með sjálfri mér og sé ekki eftir því. Sama hversu þekktur þú ert, og hvaðan sem þú kemur, þá er engin ástæða til lítillækka fólk,“ sagði leikkonan í viðtali við Los Angeles Times á síðasta ári.