Penn lögskilinn við ungu konuna

Leila George og Sean Penn eru lögskilin.
Leila George og Sean Penn eru lögskilin. Samsett mynd

Leikarinn Sean Penn er formlega orðinn einhleypur á ný eftir stutt hjónaband með leikkonunni Leilu George. Skilnaðurinn gekk formlega í gegn á föstudaginn. 

Penn og George gengu í hjónaband þegar heimsfaraldurinn var í algleymingi í júlí 2020. Hún sótti svo um skilnað í október á síðasta ári.

Leikarinn hefur viðurkennt það í viðtali að það hafi verið honum að kenna að hjónabandið datt upp fyrir. „Það er kona sem ég er svo ástfanginn af, sem ég hitti daglega, en klúðraði hjónabandinu okkar,“ sagði Penn í viðtali við Hollywood Authentic. 

Þetta var þriðja hjónaband leikarans. Hann var áður giftur tónlistarkonunni Madonnu frá 1985 til 1989 og leikkonunni Robin Wright frá 1996 til 2010. Penn og Wright eiga saman dótturina Dylan og soninn Hopper. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir