Sturla Atlas og Rafn Kumar Íslandsmeistarar í tennis

Hér eru þeir Rafn Kumar og Sigurbjartur Sturla saman ásamt …
Hér eru þeir Rafn Kumar og Sigurbjartur Sturla saman ásamt Högna Egilssyni. Þeir mynda B-landslið íslands í tennis. Ljósmynd/Sigurbjartur Sturla Atlason

Frændurnir Sturla Atlas og Rafn Kumar Bonifacius urðu Íslandsmeistarar innanhúss í tvíliðaleik í tennis um helgina.

Þetta er fyrsta skiptið sem þeir keppa saman í greininni frá því þeir voru ellefu ára gamlir, en þá hætti Sturla að æfa íþróttina að staðaldri á meðan Rafn varð atvinnumaður. Fyrir ári síðan byrjaði Sturla að æfa aftur og nú eru þeir orðnir Íslandsmeistarar.  

Hafa spilað saman áður

Sigurbjartur Sturla Atlason eða Sturla Atlas eins og hann er oft kallaður er einn af vinsælli listamönnum Íslands en hann er þekktur fyrir að vera einn af forsprökkum 101 hópsins sem kom á laggirnar útvarpsstöðinni og framleiðslufyrirtækinu 101 ásamt því að vera söngvari hljómsveitarinnar Sturla Atlas. Hann hefur leikið í ýmsum kvikmyndum, þáttum og leiksýningum á sínum ferli og leikur nú í sýningunni Framúrskarandi vinkona í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa farið með hlutverk Rómeó í uppsetningu Þjóðleikhússins á sýningu Shakespeare Rómeó og Júlía.

Rafn Kumar er svo margfaldur Íslandsmeistari í ein- og tvíliðaleik í tennis og hefur undanfarin ár spilað í atvinnumennsku ásamt því að hann var valin tennismaður ársins árin 2015 og 2016. Rafn bar svo sigur úr bítum í einliðaleiknum í ár. Rafn spilar iðulega með föður sínum í tvíliðaleik en faðir hans er Raj Bonifacius sem einnig er margfaldur Íslandsmeistari í bæði ein- og tvíliðaleik og þjálfaði landslið Íslands í tennis á árum áður.

Rafn Kumar er íslandsmeistari í einliðaleik innanhúss.
Rafn Kumar er íslandsmeistari í einliðaleik innanhúss. Ljósmynd/Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur

Gott að hafa Rafn með sér

„Ég æfði tennis þegar ég var barn og byrjaði svo aftur fyrir ári síðan. Ég hef oft spurt Rafn hvort við ættum ekki að skrá okkur saman í tvíliðaleikinn en við kepptum saman í honum þegar við vorum ellefu ára gamlir,“ segir Sigurbjartur í samtali við mbl.is

Hann segir það hafa verið gott að hafa hauk í horni í honum Rafni og gaman að þeir hafi spilað saman. Aðspurður hvernig þeir frændur hafi fagnað sigrinum segir Sigurbjartur: „Við fórum bara heim til mín og Rafn hjálpaði mér að sparsla gluggakistu.“

„Við höfum talað um þetta áður, að taka þátt saman en það hefur ekki hitt vel á. Ég hef verið að sýna í leikhúsinu eða hann að spila erlendis en núna gekk þetta upp,“ segir Sigurbjartur. Aðspurður hvort þeir frændur ætli sér að vinna saman í meira mæli segir Sigurbjartur að hann sjái ekki fyrir sér að einbeita sér alfarið að tennis. „Það má vera að við expöndum þetta project eitthvað. Rafn er samt ekki að fara út í einhvern tónlistarbransa held ég,“ segir Sigurbjartur léttur.   

Plötualbúm Sturla Atlas.
Plötualbúm Sturla Atlas.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan