Paul Arthurs, fyrrum gítarleikari hljómsveitarinnar Oasis, hefur hætt við alla komandi tónleika eftir að hafa greinst með krabbamein.
Gítarleikarinn, sem gengur einnig undir nafninu Bonehead, greindi aðdáendum sínum frá þessu á samfélagsmiðlum.
Arthurs var á meðal stofnenda Oasis og spilaði á nokkrar af vinsælustu plötum hljómsveitarinnar.
Arthurs yfirgaf Oasis árið 1999 en hefur á síðustu árum unnið með Liam Gallagher, söngvara Oasis, að öðrum verkefnum.
— Paul Arthurs. (@BoneheadsPage) April 26, 2022